Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri. Tíska og hönnun 13. febrúar 2025 07:03
Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn. Lífið 13. febrúar 2025 07:03
Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið „Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr. Menning 12. febrúar 2025 20:03
Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti „Ég var í fjarsambandi og var hrædd um að sofna vegna þeirrar yfirvofandi staðreyndar að um leið og ég myndi vakna yrði komið að kveðjustund,“ segir tónlistarkonan Róshildur. Hún var að senda frá sér lagið Tími, ekki líða og framleiddi sjálf samhliða því tónlistarmyndband. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið. Tónlist 12. febrúar 2025 11:32
Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta. Lífið 11. febrúar 2025 17:03
Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera. Lífið 11. febrúar 2025 15:31
Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Bíó Paradís efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara að lokinni sýningu á hjartnæmri ástarsögu sem slegið hefur í gegn erlendis og hlotið lof gagnrýnenda. Lífið 11. febrúar 2025 13:02
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. Bíó og sjónvarp 11. febrúar 2025 12:31
Líf og fjör meðal guða og manna Það var mikil gleði í Hveragerði á laugardaginn þegar þrjár nýjar sýningar opnuðu á Listasafni Árnesinga. Fjöldi fólks var á svæðinu og fjölbreyttar hugmyndir mættust undir einu þaki. Menning 11. febrúar 2025 09:53
Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, birti síðbúna umsögn um rómaða bók Benedikts Gröndal og sannast sagna kemur dómur hans mjög á óvart. Menning 10. febrúar 2025 16:39
Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk. Lífið 10. febrúar 2025 13:55
Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Lífið 10. febrúar 2025 10:16
The Smashing Pumpkins til Íslands Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. Tónlist 10. febrúar 2025 10:06
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. Gagnrýni 10. febrúar 2025 07:00
Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr. Innlent 9. febrúar 2025 22:29
Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum. Lífið 9. febrúar 2025 20:00
Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina. Lífið 9. febrúar 2025 10:04
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Lífið 9. febrúar 2025 07:36
Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram í úrslit söngvakeppninnar sem fara fram laugardaginn 22. febrúar. Tónlist 8. febrúar 2025 21:36
Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög. Lífið 8. febrúar 2025 10:37
Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell. Lífið 8. febrúar 2025 07:02
Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D’Acampo hefur verið ásakaður um óviðeigandi og ógnandi hegðun af fjölda samstarfsfólks fimmtán ár aftur í tímann. D’Acampo hefur neitað öllum ásökunum. Erlent 7. febrúar 2025 14:42
Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Vetrarhátíð verður sett í dag í Reykjavík. Á hátíðin að lífga upp á borgarlífið næstu daga. Allir viðburðir tengjast ljósi og myrkri með einum eða öðrum hætti og frítt er á alla viðburði. Lífið 7. febrúar 2025 13:22
Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Útvarpsstjóri segir til standa að auglýsa á næstunni starf dagskrárstjóra Ríkisútvarps sjónvarps eftir að Skarphéðinn Guðmundsson lét af störfum um áramótin. Viðskipti innlent 7. febrúar 2025 13:13
Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Það var eftirvænting í lofti í Borgarleikhúsinu í síðustu viku þegar Marmarabörn frumsýndu Árið án sumars, lokahnykkinn í hamfaraþríleik. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru Unnsteinn Manuel, Berglind Festival og Hallgrímur Helgason. Lífið 7. febrúar 2025 10:02
Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Það var húsfyllir og eftirvænting í lofti þegar kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Fjallið var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem létu sjá sig var Erpur Eyvindarson rappari sem gjarnan er þekktur sem Blaz Roca. Lífið 7. febrúar 2025 07:01
„Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kanye West segist hafa verið ranglega greindur með geðhvörf og sé í raun einhverfur. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir að senda hann í greiningu og segist hættur að taka geðlyf. Lífið 6. febrúar 2025 11:54
Irv Gotti er látinn Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri. Lífið 6. febrúar 2025 09:12
Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. Lífið 5. febrúar 2025 13:33
Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir „Ég fæ svo ótrúlega margar fjölskyldur til mín í töku þar sem konurnar kvarta yfir því að það séu engar myndir til af þeim og þær myndir sem makarnir taka séu hræðilegar,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Saga Sig. Hún er að fara af stað með námskeið sem kennir fólki að taka góðar Instagram myndir af mökunum sínum, að verða betri svokölluð „Insta hubby“. Menning 5. febrúar 2025 10:02