Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Meira sund!

Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö eyru og einn munn

„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við að banna síma í skólum?

Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr flokks­lína í út­lendinga­málum

„Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í fremstu röð sveitar­fé­laga

Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sóknar­færin eru til staðar

Samfélagið okkar er ótrúlega fjölbreytt og kannski sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðun á hlutunum. Allt frá því að horfa til þess hvað við erum örugg á Íslandi fyrir stríðsátökum en á móti vanmáttug gagnvart móður náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­leysi

Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum á Reykja­víkur­flug­velli að halda

Hvort sem okkur líkar betur eða verr er staðreyndin sú að eldgosatímabil er hafið á Reykjanesskaga, tímabil sem talið er að geti staðið í upp undir 400 ár. Þessi breytta sviðsmynd neyðir okkur til þess að breyta fyrri plönum og taka nýjar ákvarðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Kona sölsar undir sig land

Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu.

Skoðun
Fréttamynd

Sorgar­mið­stöð

Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja.

Skoðun
Fréttamynd

Hætt komin hönnunarperla

„Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Sagan af Jóa heimska

Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi.

Skoðun
Fréttamynd

Keyrum á þetta fyrir vorið

Stjórnlaus málaflokkur. Þannig lýsa dómsmálaráðherra og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins stöðu innflytjendamála.

Skoðun
Fréttamynd

Á ein­hver heima í þessari í­búð?

Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska er lykill

Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Öll hreyfing skiptir máli

Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta.

Skoðun
Fréttamynd

Enn eitt dauðs­fallið í sofandi sam­fé­lagi

Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­efla þarf lög­gæsluna

Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

For­varnir og krabba­mein

Í dag, 4. febrúar, er alþjóðadagur gegn krabbameini en markmiðið er að vekja athygli á þeim mikla vágesti og hvað þurfi að gera til að verjast. Vert er að staldra við og huga að þeim áskorunum sem blasa við þegar krabbamein eru annars vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Smáhýsin, hvernig hefur gengið?

Á þriðjudaginn næstkomandi 6. febrúar er fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Að beiðni Flokks fólksins hefur verið sett á dagskrá umræða um hvernig gengið hefur með smáhýsin í Reykjavík nú þegar nokkur reynsla er komin á þau.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytni er of­metin

Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Gullhúðuð ríkis­stjórn

Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV!

Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu.

Skoðun
Fréttamynd

Vindum ofan af skað­legri reglu­gerð ráð­herra um skamm­tíma­leigu

Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Skoðun