Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára „Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira. Tíska og hönnun 2. febrúar 2025 07:02
Merzedes Club snýr aftur Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö. Lífið 31. janúar 2025 17:01
Þungarokkarar komast ekki til Íslands Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar. Lífið 31. janúar 2025 15:36
Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði. Lífið 31. janúar 2025 10:57
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. Lífið 31. janúar 2025 10:33
Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. Lífið 30. janúar 2025 19:59
„Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira. Lífið 29. janúar 2025 07:01
Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Tónlist 28. janúar 2025 13:33
Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Lífið 27. janúar 2025 00:20
Svala slær sér upp Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. Lífið 26. janúar 2025 10:00
Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum. Lífið 23. janúar 2025 17:19
Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Hafnfirska rokkhljómsveitin SIGN treður upp í Gamla bíói 23. maí í samstarfi við útvarpsstöðina X977. SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út. Lífið samstarf 23. janúar 2025 13:00
Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Tónlist 23. janúar 2025 07:01
Meintur stuldur á borð RÚV Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. Lífið 21. janúar 2025 13:46
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Tónlist 21. janúar 2025 11:24
Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára. Tónlist 21. janúar 2025 10:46
Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir. Lífið 20. janúar 2025 07:02
Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. Tónlist 19. janúar 2025 20:56
Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Afturábak. Þetta er stórmerkilegt í ljósi þess að Hildur hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta tónlistarkona landsins, sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum og samið fjölda laga fyrir sjálfa sig sem og aðra tónlistarmenn. Hún segist vera orðin þreytt á að vera oft titluð „söngkonan Hildur“ enda er hún miklu meira en bara það. Tónlist 19. janúar 2025 07:02
Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Lífið 17. janúar 2025 22:01
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. Lífið 17. janúar 2025 20:11
Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. Innlent 17. janúar 2025 20:05
Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlistarmaðurinn Kári Egilsson gefur í dag frá sér nýtt lag Midnight Sky. Lagið er af nýrri plötu Kára sem kemur út í mars. Með laginu fylgir tónlistarmyndband sem er eftir listakonuna Diddu Flygenring og byggir á sögu lagsins. Tónlist 17. janúar 2025 12:31
Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Það var þakklæti í lofti hjá spenntum tónleikagestum þegar harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í Iðnó í desember í síðasta sinn. Uppselt var á tónleikana og gríðarleg stemning. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir tólf ára hlé en söngvari sveitarinnar segir almættið eitt geta svarað því hvenær sveitin kemur aftur saman. Tónlist 16. janúar 2025 15:45
Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi. Lífið 16. janúar 2025 15:43
Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Strákarnir í Tónhyl Akademíu eru allir í kringum átján ára aldur og lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Þeir voru að senda frá sér plötu sem hefur slegið í gegn og á sama tíma seldu þeir upp á tónleika í Gamla Bíói. Blaðamaður ræddi við þessa upprennandi tónlistarmenn. Tónlist 15. janúar 2025 20:00
Linda Nolan látin Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Lífið 15. janúar 2025 13:54
Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum. Gagnrýni 14. janúar 2025 07:00
Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlistarsjóður, sem var stofnaður í fyrra, hefur veitt 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrki ársins voru Bríet, Celebs, Elín Hall og Valdimar. Tónlist 12. janúar 2025 11:03
Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. Lífið 11. janúar 2025 15:05