Frakkland

Fréttamynd

Frakkar fárast yfir veggjalúsafar­aldri

Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Valdeflandi og ómáluð Pamela í París

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent
Fréttamynd

Segja stóran hluta kláms sýna refsi­vert of­beldi gegn konum

Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar hörfa frá Níger

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum.

Erlent
Fréttamynd

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum

Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta rafs­kútu­borg Evrópu bannar þær

Raf­hlaupa­hjól verða bönnuð á götum Parísar­borgar frá og með morgun­deginum. Hafa starfs­menn raf­hlaupa­hjóla­leiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott.

Erlent
Fréttamynd

Sendir herforingjastjórn Níger tóninn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram.

Erlent
Fréttamynd

Festust í Eiffel-turninum í eina nótt

Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. 

Erlent
Fréttamynd

Or­lofs­húsið uppfyllti ekki bruna- og öryggis­kröfur

Orlofsheimilið sem brann í Frakklandi í gær og sem varð til þess að ellefu manns létust, uppfyllti ekki bruna- og öryggiskröfur samkvæmt staðgengli saksóknara. Þá hafi eigendur hússins haft leyfi til þess að hýsa sextán manns í húsinu, en alls 28 manns voru staðsettir inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Donnarumma og kona hans rænd í París

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma og kona hans Alessia Elefante, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu þegar þrjótar brutust inn á heimili þeirra í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Velur fæðinguna fram yfir hjól­reiðarnar

Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.

Sport
Fréttamynd

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Erlent
Fréttamynd

Fékk af­skorinn fingur í pósti

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. 

Erlent