Rússland

Fréttamynd

Heim­sótti bæ sem Rússar reyna að um­kringja

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mestu loft­á­rásir Rússa hingað til

Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna.

Erlent
Fréttamynd

Naval­ní heilsast vel og sendir há­tíðar­kveðjur

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 

Erlent
Fréttamynd

Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 

Erlent
Fréttamynd

Skutu niður þrjár rúss­neskar sprengjuvélar

Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður.

Erlent
Fréttamynd

Hægri hönd Pútíns skipu­lagði dauða Prígósjíns

Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Júródansari Little Big er látinn

Rússneski dansarinn Dmitry Krasilov, betur þekktur undir listamannsnafninu Pukhlyash, er látinn. Krsailov var 29 ára gamall og er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa dansað í atriði rússnesku sveitarinnar Little Big í Eurovision árið 2020. 

Lífið
Fréttamynd

Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis

Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn.

Erlent
Fréttamynd

Flúði eftir fjár­svik og nú talinn njósnari Rússa

Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús.

Erlent
Fréttamynd

Leyni­leg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu

Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Enginn friður fyrr en mark­miðum Pútíns er náð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert spurst til Navalní og Þór­hildur Sunna krefst upp­lýsinga

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 

Erlent
Fréttamynd

Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka

Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili.

Erlent
Fréttamynd

Navalní horfinn úr fangelsi

Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar.

Erlent
Fréttamynd

Pútín hyggst bjóða sig aftur fram

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hyggst bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í Rússlandi sem boðað hefur verið til þann 17. mars næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Ó­reiða í Washington og til­hlökkun í Moskvu

Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hækka olíu­verð

Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Biden til­búinn að lúffa fyrir Repúblikönum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili.

Erlent
Fréttamynd

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Erlent