Síle

Fréttamynd

Óttast að stór­iðja spilli besta stjörnu­skoðunar­stað jarðar

Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni.

Erlent
Fréttamynd

Ná­kvæmasta kortið af Vetrar­brautinni til þessa

Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum.

Erlent
Fréttamynd

Flókið púslu­spil gekk upp og fjöl­skyldan fór til Síle

Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Lífið
Fréttamynd

Piparsprey, brotin bílrúða og gáttaðir ís­lenskir krakkar

Sumum kvöldum gleymir maður aldrei. Ég upplifði eitt slíkt með börnunum mínum í gær. Í hinu fallega landi Chile, þar sem stéttaskiptingin og reiðin kraumar undir niðri og bullur taka völdin á fótboltaleik í Santiago. Rúmum fimmtíu árum eftir að fólk var tekið af lífi á sama vettvangi fyrir „rangar“ skoðanir.

Lífið
Fréttamynd

Neyðar­á­stand vegna skógar­elda í Síle

Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Fjölda­dauði sela rakinn til H5N1

Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Erlent
Fréttamynd

Disney kærir bílaþvottastöð í Síle

Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld.

Erlent
Fréttamynd

Djúp­stæður klofningur hálfri öld eftir al­ræmt valda­rán

Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet.

Erlent
Fréttamynd

50 ár liðin frá her­foringja­byltingunni í Chile

Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap.

Skoðun
Fréttamynd

Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjar­lægum gasskýjum

Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell.

Erlent
Fréttamynd

Fundu nýja Moai-styttu á Páskaeyju

Vísindamenn á Páskaeyju í Kyrrahafi fundu undir lok febrúar nýja Moai-styttu. Styttan fannst ofan í eldfjallagíg en lítið stöðuvatn var ofan í gígnum áður. 

Erlent
Fréttamynd

Konan sem neitar að vera forsetafrú

Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera.

Erlent
Fréttamynd

Í lífstíðarbann fyrir að hagræða úrslitum

Sílemaðurinn Sebastián Rivera, fyrrum tennismaður og nú þjálfari, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá íþróttinni. Hann var fundinn sekur um að hafa hagrætt úrslitum í 64 tennisleikjum.

Sport
Fréttamynd

Síle­menn hafna nýrri stjórnar­skrá

Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum.

Erlent
Fréttamynd

Fékk óvart greidd 300 sinnum hærri laun og flúði

Chíleskur maður fékk í síðasta mánuði útgreidd mánaðarlaun sem voru 300 sinnum hærri en hann átti að fá. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu launin lét maðurinn sig hverfa. Nokkrum dögum síðar barst tilkynning frá lögfræðingi mannsins um að hann hafi sagt upp starfi sínu. Síðan hefur ekkert heyrst frá manninum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla sér að toppa Ancon­cagua í dag

Þeir Tolli Morthens, Arnar Hauksson og leiðsögumaður þeirra Sebastian Garcia eru á leið á topp hæsta fjalls Suður-Ameríku en samkvæmt ferðaáætlun verða þeir á toppnum síðar í dag.

Innlent