
Kanada

Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið
Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar
Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík.

Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta.

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að setja fimmtíu prósent tolla á stál og ál sem flutt er til landsins frá Kanada. Hótar hann viðbrögðum sem lesið verði um í sögubókum framtíðarinnar. Hann segir það besta sem Kanadamenn geti gert vera að verða 51. ríki Bandaríkjanna.

Upp með olnbogana!
Ég hef verið stoltur Íslendingur í áratugi. Ég fagna bolludegi og sumardeginum fyrsta. Ég get sungið Ó, guð vors lands. En um leið hef ég alltaf verið stoltur Kanadamaður.

Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada
Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins.

Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto
Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot.

Trump frestar tollgjöldum nágrannanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada
Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna.

Bryan Adams seldi upp á hálftíma
Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi
Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir.

Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi
Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar.

Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi
Flugvél hafnaði á hvolfi þegar hún brotlenti á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada. 80 manns voru um borð í vélinni og minnst fimmtán þeirra eru slasaðir, þar af minnst þrír alvarlega.

Ítrekar að honum er alvara um Kanada
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada.

Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað
Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað.

Hvað gengur Trump til með tollum?
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar.

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin.

Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu
Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni.

Trudeau segir af sér
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hann segir af sér bæði sem formaður Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra. Hann treysti sér ekki til að leiða flokkinn vegna átaka innan hans.

Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sagður líklegur til þess að segja af sér í þessari viku. Frjálslyndi flokkur hans á undir högg að sækja í skoðanakönnunum og æ fleiri þingmenn flokksins hvetja Trudeau til þess að stíga til hliðar.

Angus MacInnes er látinn
Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni.

Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum.

Fjármálaráðherra Kanada segir af sér
Chrystia Freeland fjármálaráðherra Kanada sagði af sér í dag. Ástæðuna sagði hún ágreining milli sín og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada.

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL
Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada
Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti.

Allsber kona truflaði úrslitaleikinn
Strípalingur olli truflun á úrslitaleik í Kanada í fyrradag, þegar Toronto Argonauts og Winnipeg Blue Bombers mættust í amerískum fótbolta.