Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

„Búið að vera ótrúlegt dæmi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

„Sá alveg fullt af tækifærum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Okkur langar að dreyma“

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Benedikt varð eftir heima

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, er ekki með hópnum sem er staddur í Göppingen og mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Hann glímir við meiðsli.

Handbolti
Fréttamynd

Höllin í eldri kantinum

Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna.

Handbolti
Fréttamynd

Magnús Óli: Erfitt að mæta þessum varnarmönnum

Valur tapaði fyrir Göppingen 29-36. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með átta mörk. Magnús var svekktur með úrslitin en útilokaði ekki endurkomu í seinni leiknum milli liðanna í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Nexe með for­ystu eftir fyrri leikinn í upp­gjöri mögu­legra mót­herja Vals

Króatíska liðið RK Nexe vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti úkraínska liðið HC Motor Zaporizhzhia í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 23-27. Nexe er því með góða forystu fyrir heimaleikinn, en liðið sem vinnur þetta einvígi mætir annað hvort Val eða Göppingen í átta liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Mun þyngri, stærri og sterkari leikmenn

Valsmenn ætla sér stór hluti gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Göppinghen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í Evrópudeildinni. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast síðan aftur eftir viku ytra og með hagstæðum úrslitum á heimavelli er allt hægt.

Handbolti
Fréttamynd

„Með góðri frammi­stöðu er allt mögu­legt“

„Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag.

Handbolti
Fréttamynd

Hópferð á leik Vals í Göppingen – „gætu verið að skrifa söguna“

„Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta.

Samstarf
Fréttamynd

Rekinn eftir tapið stóra í Reykjavík

Forráðamenn franska félagsins PAUC, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, hafa ákveðið að losa sig við þjálfarann Thierry Anti. Tapið stóra gegn Valsmönnum á Hlíðarenda hafði sitt að segja.

Handbolti