Fréttir

Willams og Wilmore komin aftur til jarðar
Geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore lentu örugglega undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í nótt, eftir níu mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS).

Dálítil væta og bætir í vind
Útlit er fyrir fremur hæga suðlæga átt í dag með dalítilli vætu á víð og dreif, en þurru veðri austanlands.

Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki
Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu.

„Þetta er ekki bara okkar stríð“
Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst.

Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis
„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson.

Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin
Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin.

Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði
Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú.

Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu
Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust.

„Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“
Forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segir undirbúning Samgöngusáttmála taka langan tíma því verið sé að plana hann vel. Ábati af Samgöngusáttmálanum á næstu fimmtíu árum sé 1.100 milljarðar og góðar almenningssamgöngur séu eina raunhæfa lausnin við vexti bílaumferðar.

„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“
Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina.

Borgarstjóri á borgarstjóralaunum
Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun.

Rafmagnið sló út víða um land
Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á.

Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu
Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028.

Handtóku einn til viðbótar
Lögreglan á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöld. Einnig hefur verið lögð fram krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á manndrápsmálinu í Gufunesi.

Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við
Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum.

Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri
Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða.

Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði
Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein
Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera kominn hingað til lands til að vinna henni og fjölskyldu hennar mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi.

Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss
Árekstur varð milli tveggja bíla og hestakerru á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss. Fimm voru í bílunum og eru meiðsl talin minniháttar.

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands
Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur
Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum.

Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn
John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts.

Söguleg árás dróna og róbóta
Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.

Þingmanni blöskrar svör Rósu
Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður
Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun.

Breyta stuðningi við Grindvíkinga
Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga.

Má bera eiganda Gríska hússins út
Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.