Stjórnarandstæðingar vilja skoða viðskiptaþvinganir 4. júní 2004 00:01 Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira