Ragnar og Helgi til Noregs 20. september 2005 00:01 Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira