Búið er ná vörubíl aftur á hjólin eftir að hann valt við verslun í Lágmúla í dag. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslunina á tólfta tímanum í dag þegar ein af undirstöðum bílsins gaf sig og hann valt á hliðina. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði. Vörubílar með krönum voru notaðir til að hífa bílinn aftur á hjólin. Það tók um einn og hálfan tíma. Bíllinn er mikið skemmdur en þó var hægt að aka honum af vettvangi.
