Tiki Gelana frá Eþíópíu kom fyrst í mark í maraþonhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í London í dag.
Gelana, sem verður 25 ára í október, hljóp kílómetrana 42 á 2:23.07 sekúndum og hafði betur í baráttu við Priscah Jeptoo frá Keníu eftir mikið kapphlaup í lokin.
Gelana og Jeptoo hlupu því sem næst hönd í hönd alla leiðina ásamt þeim Tatyönu Petrovu Arkhipovu frá Rússlandi sem nældi í bronsverðlaun og Mary Jepkosgei Keitany frá Kenía sem varð fjórða.
Heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna er 2:15.25 sem Paula Radcliffe setti árið 2003.
Gelana sigraði í maraþonhlaupi kvenna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn