Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu 14. júní 2012 06:00 þýfi Skartgripir eru meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. Fréttablaðið/gva Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." [email protected] Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." [email protected]
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira