Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli 25. september 2012 06:30 Bræður Yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssona yfir Existu voru tryggð með hlutafjáraukningunni. Félag þeirra fékk lán frá Lýsingu til að borga 0,02 krónur á hlut í henni.fréttablaðið/GVA Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. [email protected] Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. [email protected]
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira