Tryggvi ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV 28. nóvember 2014 09:20 Tryggvi í búningi ÍBV. vísir/anton ÍBV er búið að finna aðstoðarmann Jóhannesar Harðarsonar þjálfara en þeir gengu í gær frá ráðningu Tryggva Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara. Tryggvi skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og mun sjá um þjálfun þeirra leikmanna félagsins sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Hann mun einnig koma að mótun leikmanna annarra flokka félagsins. Eyjamenn hafa sett af stað þriggja ára verkefni sem miðar að því að koma ÍBV í fremstu röð og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.Fréttatilkynning ÍBV:Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Tryggva Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu. Samningur aðila er til þriggja ára og mun Tryggvi sjá um þann hóp leikmanna ÍBV sem verða búsettir í Reykjavík á undirbúningstímabilinu.Tryggvi mun starfa með nýráðnum þjálfara liðsins, Jóhannesi Þór Harðarsyni í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að koma ÍBV í fremstu röð, og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Einnig mun Tryggvi koma að mótun leikmanna annarra flokka félagsins ásamt aðalþjálfara, í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Tryggva, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.Tryggvi er vel þekktur sem einn besti knattspyrnumaður sem Eyjarnar hafa alið af sér. Tryggvi lék í mörg ár hérlendis með Eyjaliðinu og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs. Tryggvi lék með Eyjaliðinu árin 1992-1993, 1995-1997 og 2010-2012. Hann varð fljótt alræmdur inni í teig andstæðingana og varð markakóngur efstu deildar árin 1997 og 2005. Einnig varð hann Íslandsmeistari með ÍBV árið 1997 og fór eftir það tímabil í atvinnumennsku í Noregi. Þar lék Tryggvi árin 1998-2003 með liðum Tromsö og Stabæk með góðum árangri. Árið 2005 lék Tryggvi með liði Örgryte í Svíþjóð og kom aftur heim árið 2005 og lék með liði FH á miklu velgengistímabili þar sem margir titlar komu í hús. Árið 2010 kom Tryggvi svo aftur heim til ÍBV og tók þátt í að búa til öflugt Eyjalið sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn árin 2010-2012.Tryggvi á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 42 A-landsleiki,Tryggvi Guðmundsson hefur stórt Eyjahjarta, og hefur mikinn metnað fyrir því að ÍBV byggi upp öflugt lið. Nú mun Tryggvi verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem munu sameiginlega í góðu samstarfi efla ÍBV, búa til öflugt lið og hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins.Knattspyrnuráð ÍBV býður Tryggva velkominn til starfa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
ÍBV er búið að finna aðstoðarmann Jóhannesar Harðarsonar þjálfara en þeir gengu í gær frá ráðningu Tryggva Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara. Tryggvi skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og mun sjá um þjálfun þeirra leikmanna félagsins sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Hann mun einnig koma að mótun leikmanna annarra flokka félagsins. Eyjamenn hafa sett af stað þriggja ára verkefni sem miðar að því að koma ÍBV í fremstu röð og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár.Fréttatilkynning ÍBV:Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Tryggva Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu. Samningur aðila er til þriggja ára og mun Tryggvi sjá um þann hóp leikmanna ÍBV sem verða búsettir í Reykjavík á undirbúningstímabilinu.Tryggvi mun starfa með nýráðnum þjálfara liðsins, Jóhannesi Þór Harðarsyni í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að koma ÍBV í fremstu röð, og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Einnig mun Tryggvi koma að mótun leikmanna annarra flokka félagsins ásamt aðalþjálfara, í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Tryggva, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins.Tryggvi er vel þekktur sem einn besti knattspyrnumaður sem Eyjarnar hafa alið af sér. Tryggvi lék í mörg ár hérlendis með Eyjaliðinu og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs. Tryggvi lék með Eyjaliðinu árin 1992-1993, 1995-1997 og 2010-2012. Hann varð fljótt alræmdur inni í teig andstæðingana og varð markakóngur efstu deildar árin 1997 og 2005. Einnig varð hann Íslandsmeistari með ÍBV árið 1997 og fór eftir það tímabil í atvinnumennsku í Noregi. Þar lék Tryggvi árin 1998-2003 með liðum Tromsö og Stabæk með góðum árangri. Árið 2005 lék Tryggvi með liði Örgryte í Svíþjóð og kom aftur heim árið 2005 og lék með liði FH á miklu velgengistímabili þar sem margir titlar komu í hús. Árið 2010 kom Tryggvi svo aftur heim til ÍBV og tók þátt í að búa til öflugt Eyjalið sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn árin 2010-2012.Tryggvi á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 42 A-landsleiki,Tryggvi Guðmundsson hefur stórt Eyjahjarta, og hefur mikinn metnað fyrir því að ÍBV byggi upp öflugt lið. Nú mun Tryggvi verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem munu sameiginlega í góðu samstarfi efla ÍBV, búa til öflugt lið og hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins.Knattspyrnuráð ÍBV býður Tryggva velkominn til starfa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira