Eyjólfur: A-landsliðið vantaði framherja Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:30 Jón Daði Böðvarsson verður í hópnum gegn Tyrkjum. vísir/Anton „Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sjá meira
„Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sjá meira