Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 06:00 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin íþróttamaður ársins í fyrra. mynd/hafliði breiðfjörð Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Haukar halda sér í toppbaráttunni PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Janus Daði öflugur í súru tapi Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira