Anton Sveinn McKee vann til bronsverðlauna í 100 jarda bringusundi á SEC mótinu sem fer fram í Knoxville í Tenesse.
Anton Sveinn synti jardana 100 á 52,28 sekúndum.
Sundmaðurinn öflugi, sem keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, hefur ekki náð á pall í 100 jarda bringusundi á SEC mótinu áður.
Anton Sveinn keppir í 200 jarda bringusundi í dag.
