Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 19:45 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segist eiga heima í skoska boltanum en hann vonast til að endurheima sæti sitt í byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á móti Tyrklandi. Kári Árnason missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik liðsins í undankeppni HM 2018 en næsta verkefni er leikur á móti Tyrklandi á föstudagskvöldið. Hann var búinn að spila 27 mótsleiki í röð við hlið Ragnars Sigurðssonar áður en Sverrir Ingi Ingason hirti af honum sætið eftir tapið á móti Finnlandi. „Það var svolítið erfitt að taka þessu. Ég gaf allt í þennan leik á móti Finnum og skildi þar ekkert eftir á vellinum. Ég var kannski ekki í besta leikforminu þannig að ég skildi ákvörðunina. Heimir ákveður hver spilar en auðvitað er ég klár og til í að spila. Ég virði ákvörðun hans hver sem hún verður,“ segir Kári. „Svona er þessi heimur. Þetta gerist og maður verður að vera tilbúinn að taka svona hlutum. Þetta er ekki persónulegt og ég tek því ekki þannig.“ Kári gekk í raðir Aberdeen í Skotlandi í sumar þar sem hann spilaði áður á ferlinum. Hlutirnir gengu ekki vel til að byrja með en hann hefur verið að spila stórvel í síðustu leikjum og farinn að finna sig aftur í skoska boltanum sem hentar harðjaxlinum mjög vel. „Ég er búinn að vera í Svíþjóð og svo á Kýpur þannig að það voru viðbrigði að koma aftur í breska kraftaboltann. Það tók mig smá tíma að fóta mig aftur í þessu og að muna hvernig maður spilar þarna. Þetta er samt miklu skemmtilegra og ég á heima þarna miklu frekar en á Kýpur,“ segir Kári Árnason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, segist eiga heima í skoska boltanum en hann vonast til að endurheima sæti sitt í byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á móti Tyrklandi. Kári Árnason missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik liðsins í undankeppni HM 2018 en næsta verkefni er leikur á móti Tyrklandi á föstudagskvöldið. Hann var búinn að spila 27 mótsleiki í röð við hlið Ragnars Sigurðssonar áður en Sverrir Ingi Ingason hirti af honum sætið eftir tapið á móti Finnlandi. „Það var svolítið erfitt að taka þessu. Ég gaf allt í þennan leik á móti Finnum og skildi þar ekkert eftir á vellinum. Ég var kannski ekki í besta leikforminu þannig að ég skildi ákvörðunina. Heimir ákveður hver spilar en auðvitað er ég klár og til í að spila. Ég virði ákvörðun hans hver sem hún verður,“ segir Kári. „Svona er þessi heimur. Þetta gerist og maður verður að vera tilbúinn að taka svona hlutum. Þetta er ekki persónulegt og ég tek því ekki þannig.“ Kári gekk í raðir Aberdeen í Skotlandi í sumar þar sem hann spilaði áður á ferlinum. Hlutirnir gengu ekki vel til að byrja með en hann hefur verið að spila stórvel í síðustu leikjum og farinn að finna sig aftur í skoska boltanum sem hentar harðjaxlinum mjög vel. „Ég er búinn að vera í Svíþjóð og svo á Kýpur þannig að það voru viðbrigði að koma aftur í breska kraftaboltann. Það tók mig smá tíma að fóta mig aftur í þessu og að muna hvernig maður spilar þarna. Þetta er samt miklu skemmtilegra og ég á heima þarna miklu frekar en á Kýpur,“ segir Kári Árnason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni. 4. október 2017 19:15
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30