Ísland á sex keppendur á EM í 25 metra laug sem hefst á morgun í Kaupmannahöfn
Mótið er haldið í Royal Arena tónleikahöllinni en sundlauginni er komið fyrir á uppbyggðum palli á miðju gólfinu. Danir hafa lagt mikið í umgjörð og skipulagningu mótsins og því von á að það verði allt hið glæsilegasta.
Fjórir af íslensku keppendunum sex flugu út í gær, mánudag, þau Aron Örn Stefánsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Kristinn Þórarinsson. Snæfríður Sól Jórunnardóttir æfir í Danmörku svo hún hittir hópinn úti og Eygló Ósk Gústafsdóttir æfir í Stokkhólmi og kom þaðan til Kaupmannahafnar í gær.
Í fylgd með sundfólkinu okkar eru þau Klaus Jürgen-Ohk og Steindór Gunnarsson þjálfarar, Málfríður Sigurhansdóttir fararstjóri og Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari. Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ flýgur svo út í fyrramálið, miðvikudag, en hann verður liðsstjóri liðsins.
Mótinu lýkur sunnudaginn 17. desember en undanrásir eru alla daga kl. 8:30 að íslenskum tíma og undanúrslit og úrslit hefjast kl. 16:00.
Dagskrá íslenska sundfólksins er svohljóðandi:
Aron Örn Stefánsson
Föstudagur: 50m skriðsund (skráður tími – 22,54)
Laugardagur: 100m skriðsund ( skráður tími – 48,89)
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Laugardagur: 50m baksund (skráður tími – 27,40)
Miðvikudagur: 100m baksund (skráður tími – 58,14)
Föstudagur: 200m baksund (skráður tími – 2:07,04)
Hrafnhildur Lúthersdóttir
Miðvikudagur: 50m bringusund (skráður tími – 30,42)
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Sunnudagur: 50m skriðsund (NT)
Laugardagur: 50m baksund (NT)
Fimmtudagur: 50m flugsund (NT)
Kristinn Þórarinsson
Sunnudagur: 50m baksund (skráður tími – 24,96)
Laugardagur: 100m fjórsund (skráður tími – 55,04)
Föstudagur: 200m fjórsund (skráður tími – 2:00,34)
Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Laugardagur: 200m skriðsund (NT)
Boðsund
Laugardagur: 4x50m skriðsund blönduð kyn (NT)
Fimmtudagur: 4x50m fjórsund blönduð kyn (NT)
