Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars 7. apríl 2018 09:30 Gengið hefur á ýmsu í herbúðum Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði á kjörtímabilinu sem er að líða. Fréttablaðið/Valli Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira