Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 22:05 Samkvæmt rannsakendum komu fátækir og aldraðir sérstaklega illa úti vegna Maríu. Vísir/AP Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12
Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25