Auknar heimildir til lögreglu á döfinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Á blaðamannafundi lögreglu um leitina að Birnu Brjánsdóttur kom fram að óskað hefði verið eftir úrskurði um heimild til að skoða farsímanotkun á þeim svæðum þar sem sími Birnu sendi frá sér merki. Fréttablaðið/Anton Brink Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira