Sigur í kúluvarpi kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2019 11:00 María Rún fréttablaðið FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helgina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkrar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grindahlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grindahlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaupum á milli. Maður hafði ekki mikinn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtarþraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismunandi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafsdóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með landsliðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira