Var handtekinn eftir 18 daga morðæði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 22:02 James Michael Wright er ákærður fyrir að hafa myrt þrjár konur. skjáskot Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér. Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér.
Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira