Meira en níutíu prósent stuðningsmanna Manchester United eru ósáttir með hvernig Glazer fjölskyldan og stjórnarformaðurinn Ed Woodward reka félagið.
Könnunin var mjög stór og var í gangi frá byrjun tímabilsins fram til loka septembermánaðar. Alls tóku meira en tíu þúsund stuðningsmenn Manchester United þátt.
Nine in 10 Manchester United fans unhappy with the way club is run, supporters group survey finds | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/BiKhHdZyhu
— Telegraph Football (@TeleFootball) November 6, 2019
Stuðningsmenn Manchester United hafa jafnframt ekki mikla trú á því að félagið komist aftur á þann stall sem félagið var á þegar Sir Alex Ferguson sat í knattspyrnustjórastólnum.
Það er þó enn stuðningur við norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjaer en 86 prósent svarenda voru engu að síður ósáttir við gengi liðsins síðan að Sir Alex Ferguson settist í helgan stein.
Meira en tveir þriðju lýstu yfir vonbrigðum sínum með það hversu lítið félagið hefur eytt í nýja leikmenn sem og með skort á nýliðun undir stjórn Ed Woodward. Það er óhætt að segja að Ed Woodward komi ekki vel út í þessari könnun ekki frekar en Glazer fjölskyldan sem hefur verið mjög óvinsæl í lagan tíma.
Ungir stuðningsmenn Manchester United eru hvað ósáttastir en 91 prósent þeirra sem eru undir fertugu eru reiðir út í rekstur félagsins.
Old Trafford er farinn að eldast og þarf á verulegri upplyftingu að halda en innan við tuttugu prósent búast við því að Manchester United fari að einhverri alvöru í slíkar framkvæmdir.
United Voice lét gera þessa könnun og stuðningsmannasamtökin segjast vera búin að kynna niðurstöðurnar fyrir forráðamönnum Manchester United. Nú sé ætlunin að fara betur yfir það sem má laga og reyna að bæta samtalið á milli félagsins og stuðningsmanna þess.