Eldur kom upp í bíl eftir árekstur tveggja þeirra á Korpúlfsstaðavegi á milli Barðastaða og Vesturlandsvegar um klukkan átta í morgun.
Bílarnir sem lentu saman voru smárúta og fólksbíl og var einn í hvorum bíl. Þá sakaði ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru dælubíll og tveir sjúkrabílar sendir á vettvang en ekki var talin ástæða til þess að flytja neinn á slysadeild.
Veginum hefur verið lokað vegna slyssins á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi.
Eldur kom upp í bílum eftir árekstur í Grafarvogi
