Bylting í íslenskri kornrækt með nýju reitiborði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 20:01 Birkir Arnar Tómasson, kornbóndi á Móheiðarhvoli við nýja reitiborðið, sem lofar mjög góðu en hann ásamt tveimur öðrum bændum keyptu vélina nýlega og fluttu hana inn til landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira