„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur ekki að þjóðin sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnareglum og tilmælum yfirvalda og hefur fulla trú á að við komumst í gegnum þetta saman. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira