Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 20:33 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira