Vill aflýsa Serie A vegna „plágunnar“ sem nú geisar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:45 Birkir og Paulo Dybala í leik Brescia og Juventus. Dybala hefur síðan greinst með COVID-19. Valerio Pennicino/Juventus FC via Getty Images Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti