„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af boðuðum afléttingum á takmörkunum á landamærunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira