Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 16:59 Héraðssaksóknari fer fram á að Jónmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56