„Já við vorum búnir að spila ágætlega og halda Valsmönnum að mestu leiti í skefjum. Vorum líka að koma okkur upp völlinn og skapa færi. Fengum til að mynda fyrsta færið í seinni hálfleik til þess að komast í 2-1. En Valsarnir eru alltaf hættulegir á breikinu,“ sagði Brynjar Björn eftir leik. Hann hélt svo áfram.
„Fyrsta markið þeirra kemur uppúr því. Svona heilt yfir þá fannst mér við hafa góð tök á leiknum og fannst við skapa nóg framávið til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Í stöðunni 2-2 erum við alveg eins líklegir og þeir. Fáum nóg af færum til þess að komast yfir aftur.“
Brynjar var ósáttur við dómgæsluna í leiknum og vildi meðal annars fá víti
„Við áttum að fá víti þegar Örvar fer niður og svo dæmir dómarinn á sams konar brot í aukaspyrnunni þegar Valsarar jafna í 2-2. Mér leiðist að tala um dómarana og heilt yfir eru þeir ekki hluti af okkar jöfnu en mér fannst verulega hallað á okkur í seinni hálfleik og alltof mörg atvik sem fóru gegn okkur.“
Það sama í lokin í síðasta markinu. Þar er brot inni í teig og við hefðum geta varist því skoti ef það hefði ekki verið brotið. Mér fannst dómarinn heilt yfir vera með ágætis tök á leiknum en bara klikkaði.“
Dómarar í leikjum munu koma í einhverjum tilfellum koma í viðtöl eftir leiki og hafði Brynjar ákveðna skoðun á því.
„Ég bara bið fyrir því,“ sagði Brynjar að lokum.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.