Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 15:18 Alexander Lúkasjenka og Vladimír Pútín, forsetar Hvíta-Rússlands og Rússlands, á fundi í Moskvu í apríl. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021 Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01
Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58
Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45