Þar má einnig sjá að íbúum á Akureyri fjölgaði um sextíu en það syrti hinsvegar í álin í Hafnarfirði þar sem varð fækkun upp á 203 íbúa og á Seltjarnarnesi fækkaði um 69.
Hlutfallslega varð fjölgunin mest í Árneshreppi eða um 12,5 prósent á tímabilinu þótt fjölgunin sé einungis fimm einstaklingar, enda fámennur hreppur. Næst kemur Tjörneshreppur með 8,9% fjölgun sem er líkt og með Árneshrepp lítilsháttar fjölgun í hausum talið eða um 5 íbúa.
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Ásahreppi um 5,8% og Fljótsdalshreppi um 5,1%. Þá fækkaði íbúum í 30 sveitarfélögum af 69 á ofangreindu tímabili.