Um 104 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2021 20:31 Lömb á leið í sláturhúsið á Selfossi í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi í morgun en um 104 þúsund fjár verður slátrað þar næstu vikurnar. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa í sláturtíðinni. Sláturbílarnir koma nú hver af öðrum í sláturhúsið með lömb af bæjum á Suðurlandi, sem eru að fara í slátrun. Nokkur þúsund lömbum er slátrað á dag. Sláturtíðin leggst vel í starfsfólk SS. „Ég hugsa að þetta verið alveg frábær sláturtíð eins og síðustu sláturtíðir hafa verið, við erum allavega mjög spennt og hlökkum bara til. Við munum slátra á milli 103 og 104 þúsund fjár,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri SS. Hann segir vænleika lambanna fínan þennan fyrsta sláturdag. Sláturfélaginu hefur gengið illa að ráða fólk í sláturtíðina þar sem allir virðast hafa meira en nóg að gera í öðrum störfum. „Já, það var svolítið ströggl og hefur gengið svona upp og ofan en já, þetta er nú að hafast. Það er bara erfitt að fá fólk á þessum tímum, það er mikið að gera í ferðaþjónustunni og erfitt að fá fólk hér innanlands, þannig að við þurfum bara að leita annað,“ segir Benedikt. Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri SS, sem segir sláturtíð alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá starfsfólki fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Benedikt segir að sóttvarnir séu mjög strangar í sláturhúsinu. „Já, já, það er bara það sama, húsið er lokað fyrir öllum utanaðkomandi og við verðum auðvitað að passa upp á allar sóttvarnir og vernda húsið.“ En hvað er skemmtilegast við sláturtíðina? „Það er svo margt. Það er fullt af skemmtilegu fólki sem kemur til starfa hjá okkur og það er stemming í liðinu. Það er svo margt gaman, það færist mikið líf í húsið þessar vikur, sem sláturtíðin stendur yfir,“ segir Benedikt. Árborg Landbúnaður Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Sláturbílarnir koma nú hver af öðrum í sláturhúsið með lömb af bæjum á Suðurlandi, sem eru að fara í slátrun. Nokkur þúsund lömbum er slátrað á dag. Sláturtíðin leggst vel í starfsfólk SS. „Ég hugsa að þetta verið alveg frábær sláturtíð eins og síðustu sláturtíðir hafa verið, við erum allavega mjög spennt og hlökkum bara til. Við munum slátra á milli 103 og 104 þúsund fjár,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri SS. Hann segir vænleika lambanna fínan þennan fyrsta sláturdag. Sláturfélaginu hefur gengið illa að ráða fólk í sláturtíðina þar sem allir virðast hafa meira en nóg að gera í öðrum störfum. „Já, það var svolítið ströggl og hefur gengið svona upp og ofan en já, þetta er nú að hafast. Það er bara erfitt að fá fólk á þessum tímum, það er mikið að gera í ferðaþjónustunni og erfitt að fá fólk hér innanlands, þannig að við þurfum bara að leita annað,“ segir Benedikt. Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri SS, sem segir sláturtíð alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá starfsfólki fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Benedikt segir að sóttvarnir séu mjög strangar í sláturhúsinu. „Já, já, það er bara það sama, húsið er lokað fyrir öllum utanaðkomandi og við verðum auðvitað að passa upp á allar sóttvarnir og vernda húsið.“ En hvað er skemmtilegast við sláturtíðina? „Það er svo margt. Það er fullt af skemmtilegu fólki sem kemur til starfa hjá okkur og það er stemming í liðinu. Það er svo margt gaman, það færist mikið líf í húsið þessar vikur, sem sláturtíðin stendur yfir,“ segir Benedikt.
Árborg Landbúnaður Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira