Loka þurfti leikskóladeild vegna manneklu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 13:24 Loka þurfti heilli deild á Leikskóla Seltjarnarness í morgun vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild á Leikskóla Seltjarnarness var lokað í morgun vegna manneklu. Lokunina má rekja til veikinda starfsmanna. Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“ Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“
Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20