Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 21:31 Metnaðarfullt hrekkjavökupartí á Hrafnistu. vísir Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk. Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson
Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira