Liðin sem um er ræðir eru erkifjendur en það var engan veginn hægt að spá fyrir um hryllinginn sem átti sér stað á Estadio Corregidora-vellinum á laugardag. Stöðva þurfti leikinn eftir rúmlega klukkustund vegna slagsmála stuðningsmanna í stúkunni.
Slagsmálahundarnir enduðu inn á vellinum og meðan margir leikmenn flúðu inn í búningsklefa þá reyndu aðrir að róa mannskapinn. Það gekk ekki og talið er að allt að 17 manns hafi látið lífið í slagsmálunum og þá eru 22 slasaðir.
'Up to 17' killed and 22 injured in brawl between fans at Mexican football match https://t.co/zkhBtt2jK4 pic.twitter.com/uOxIwSmgOC
— Mirror Football (@MirrorFootball) March 6, 2022
Fordæma slagsmálin
„Mexíkóska knattspyrnusambandið fordæmir atburðina sem áttu sér stað á Estadio Corregidora-vellinum í Queretaro er heimamenn mættu Atlas síðari partinn á laugardaginn. Fótbolti á að vera öruggt svæði fyrir alla þar sem ofbeldi á ekki heima.“ segir í yfirlýsingu sambandsins.
„Sambandið mun aðstoða við rannsókn málsins og sjá til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dómara.“
Þá sagði forseti sambandsins, Mikel Arriola, að rannsókn sé þegar hafin á vallaraðstæðum en einkar fáir – ef einhverjir – öryggisverðir voru á vakt á téðum leik.
„Öryggi leikmanna og stuðningsfólk er aðalatriði. Sem stofnun fordæmum við ofbeldi í allri sinni mynd,“ sagði í yfirlýsingu hans.