Árásarmaðurinn var handtekinn og hefur verið vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekkert er vitað um líðan árásarþola, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Töluvert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur í dag. Þannig var ökumaður, til dæmis, stöðvaður eftir að hafa ekið bifreið sinni utan vegar og á reiðstígum í Grafarholti. Sá var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Það var annar ökumaður tveggja bifreiða sem skullu saman í Höfðahverfi rétt fyrir hádegi í dag einnig. Flytja þurfti báðar bifreiðar af vettvangi með króki.
Alls voru sjö ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum í dag.