Morgunblaðið greinir frá en hálendisvaktin er með hópa staðsetta í Nýjadal á Sprengisandi, Landmannalaugum og Drekagili í Öskju. Fjórði hópurinn mun hefja störf í næstu viku og verður staðsettur í Skaftafelli.
Í samtali við Morgunblaðið minnir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, fólk á að vera með öryggismál á hreinu fari það á ferðalag. Hlaðinn sími er eitt það mikilvægasta sem fólk tekur með sér.
Hann segir að hálendisvaktin sinni hátt í þúsund verkefnum hvert sumar en þetta er sextánda árið sem sveitin er starfrækt. Vaktin hefur einnig verið kölluð á vettvang umferðaslysa.