Stuðningsmenn Marseille ætluðu heldur betur að sjá til þess að lið þeirra nyti góðs af því að vera á heimavelli í þessum mikilvæga leik.
Það gerðu þeir ekki aðeins með frábærum stuðningi og stemmningu á vellinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda leiksins.
Hörðustu stuðningsmenn franska félagsins komust að því hvar Tottenham liðið gisti fyrir leikinn og reyndu síðan að spilla svefni leikmanna.
Stuðningsmennirnir sprengdu nefnilega flugelda fyrir utan hótelið hjá Tottenham eins og sjá má hér fyrir ofan.
Harry Kane vísaði í þetta þegar hann fagnaði sigri á Twitter síðu sinni.
Full time fireworks pic.twitter.com/Z6VlA7yRqm
— Harry Kane (@HKane) November 1, 2022
Tottenham sýndu þó engin þreytumerki í seinni hálfleiknum í gær. Eftir mjög erfiðan fyrri hálfleik snéru lærisveinar Antonio Conte leiknum við í seinni hálfleik og tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum.