Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 08:40 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist mjög ánægður með að til standi að ráðast í endurbyggingu - og bætur á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01