Sigmar vill verða ritari Viðreisnar Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 13:45 Í samþykktum fyrir Landsþing Viðreisnar er að finna tillögu um að komið verði á fót sérstöku embætti ritara í skipulagi flokksins. Sigmar Guðmundsson þingmaður hefur sent út bréf til flokksmanna og bíður sig fram. Hann segir að allt eins megi kalla embættið stækkunarstjóra því hann það eru sóknarfæri fyrir Viðreisn að mati Sigmars. vísir/vilhelm Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það. Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“ Viðreisn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“
Viðreisn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira