Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 23:23 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. „Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira