Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 11:08 Úkraínumenn hafa getað flutt út mikið magn af korni vegna samkomulags við Rússa, sem Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um. Rússar hafa mikla yfirburði á Svartahafi en flutningaskip Úkraínumanna þurfa að fara um það svæði og um Bosphorussund í Tyrklandi. AP/Efrem Lukatsky Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. Í júlí á síðasta ári undirrituðu fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna samning sem greiddi fyrir útflutningi þessum. Samkvæmt samkomulaginu áttu Rússar einnig að geta flutt matvæli og áburð úr landi. Samningurinn hefur verið gífurlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi en sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að riftun samkomulagsins muni ekki hafa mikil áhrif á matvælaverð á heimsvísu. Sérfræðingarnir segja þó að fæðuóöryggi sé að færast í aukana í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar segja 45 ríki heims þurfa aðstoð vegna matarskorts og hungurs. Fréttaveitan RIA, sem er í eigur rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að utanríkisráðuneytið hafi tilkynnti Tyrkjum, Úkraínumönnum og Sameinuðu þjóðunum að samkomulagið verði ekki framlengt. Rússar halda því fram að Úkraínumenn hafi ekki verið að flytja korn til Afríku og ríkja sem þurfa á því að halda og þar að auki hafi ekki verið nægjanlega greidd leið fyrir sölu þeirra á matvælum og áburði. Í frétt BBC er vísað í tölur frá Sameinuðu þjóðunum um að 47 prósent korns frá Úkraínu sem flutt hafi verið úr landi með samkomulaginu, hafi verið flutt til hátekjuríkja eins og Spánar, Ítalíu og Hollands. Þá eru 26 prósent sögð hafa farið til millitekjuríkja eins og Tyrklands og Kína og 27 prósent til lágtekjuríkja eins og Egyptalands, Kenía og Súdan. Í fyrra kom meiri en helmingur hveitkorns Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá Úkraínu. Sjá einnig: Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Þá hafa yfirvöld í Úkraínu sakað Rússa um að skemma samkomulagið með því að koma í veg fyrir að fleiri skip geti flutt korn en 29 skip voru til taks en áhafnir þeirra fengu ekki leyfi. Þá segja Úkraínumenn að hægagangur með skoðanir um borð í skipunum, sem tryggja átti að þau væru ekki notuð til að flytja vopn, hafi komið verulega niður á útflutningi. Þegar mest var, í október, voru ellefu skip skoðuð á hverjum degi. Í júní voru um 2,3 skip að meðaltali skoðuð á dag. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafa kennt Rússum um þennan hægagang. Á sama tíma hafa Rússar flutt metmagn af hveiti til annarra ríkja. Sérfræðingar segja útlit fyrir að hveitiútflutningur Rússa verði meiri á þessu ári en hann hefur nokkru sinni verið áður. Ekkert ríki hafi flutt svo mikið magn út á ári áður. Rússar hafa einnig brugðist reiðir við drónárásum Úkraínumanna á rússnesk herskipá Svartahafi og hafa sagt það brjóta gegn kornsamkomulaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar segjast ætla að stöðva útflutning Úkraínumanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Í júlí á síðasta ári undirrituðu fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna samning sem greiddi fyrir útflutningi þessum. Samkvæmt samkomulaginu áttu Rússar einnig að geta flutt matvæli og áburð úr landi. Samningurinn hefur verið gífurlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi en sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að riftun samkomulagsins muni ekki hafa mikil áhrif á matvælaverð á heimsvísu. Sérfræðingarnir segja þó að fæðuóöryggi sé að færast í aukana í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar segja 45 ríki heims þurfa aðstoð vegna matarskorts og hungurs. Fréttaveitan RIA, sem er í eigur rússneska ríkisins, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að utanríkisráðuneytið hafi tilkynnti Tyrkjum, Úkraínumönnum og Sameinuðu þjóðunum að samkomulagið verði ekki framlengt. Rússar halda því fram að Úkraínumenn hafi ekki verið að flytja korn til Afríku og ríkja sem þurfa á því að halda og þar að auki hafi ekki verið nægjanlega greidd leið fyrir sölu þeirra á matvælum og áburði. Í frétt BBC er vísað í tölur frá Sameinuðu þjóðunum um að 47 prósent korns frá Úkraínu sem flutt hafi verið úr landi með samkomulaginu, hafi verið flutt til hátekjuríkja eins og Spánar, Ítalíu og Hollands. Þá eru 26 prósent sögð hafa farið til millitekjuríkja eins og Tyrklands og Kína og 27 prósent til lágtekjuríkja eins og Egyptalands, Kenía og Súdan. Í fyrra kom meiri en helmingur hveitkorns Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá Úkraínu. Sjá einnig: Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Þá hafa yfirvöld í Úkraínu sakað Rússa um að skemma samkomulagið með því að koma í veg fyrir að fleiri skip geti flutt korn en 29 skip voru til taks en áhafnir þeirra fengu ekki leyfi. Þá segja Úkraínumenn að hægagangur með skoðanir um borð í skipunum, sem tryggja átti að þau væru ekki notuð til að flytja vopn, hafi komið verulega niður á útflutningi. Þegar mest var, í október, voru ellefu skip skoðuð á hverjum degi. Í júní voru um 2,3 skip að meðaltali skoðuð á dag. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafa kennt Rússum um þennan hægagang. Á sama tíma hafa Rússar flutt metmagn af hveiti til annarra ríkja. Sérfræðingar segja útlit fyrir að hveitiútflutningur Rússa verði meiri á þessu ári en hann hefur nokkru sinni verið áður. Ekkert ríki hafi flutt svo mikið magn út á ári áður. Rússar hafa einnig brugðist reiðir við drónárásum Úkraínumanna á rússnesk herskipá Svartahafi og hafa sagt það brjóta gegn kornsamkomulaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar segjast ætla að stöðva útflutning Úkraínumanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53
„Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01