Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 10:44 Caroline, Florian og David, börn Dominique og Gisele, segjast vilja heyra föður þeirra útskýra mál sitt. Því vilja þau að réttarhöldunum verði frestað ef hann hafi ekki heilsu til að bera vitni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér. Þegar réttarhöldin hófust í Avignon í Frakklandi í morgun sagði Roger Arata, dómari málsins, að sýni hefðu verið tekin úr Pelicot en niðurstöður lægju ekki fyrir. Hann sagðist vera að íhuga að fresta réttarhöldunum í nokkra daga svo Pelicot gæti náð heilsu á ný. Samkvæmt frétt Le Parisien gæti dómarinn tekið ákvörðun um frestun seinna í dag. Pelicot var einungis í tvær mínútur í dómsal í gær á meðan Beatrice Zavarro, lögmaður hans, tilkynnti að hann væri með magakveisu og mögulega sýkingu í þvagfærum. Hann var því ekki í salnum þegar ýmsir sérfræðingar báru vitni í málinu og ræddu þeir þann mann sem Pelicot hefur að geyma og möguleg geðræn vandamál hans. Beatrice Zavarro, lögmaður Dominique Pelicot.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Gisele Pelicot, konan sem brotið var á, styður frestun réttarhaldanna ef Pelicot getur ekki setið í dómsal. Lögmaður hennar segir að hvorki hún né börn þeirra vilji bera vitni án þess að hann sé í salnum. Þá vilja þau einnig heyra hvað hann hefur um ásakanirnar gegn honum að segja. Siðblindur og raðlygari Einn sérfræðinganna sem bar vitni í gær, Dr. Paul Bensussan, sálfræðingur, sagði Pelicot siðblindan og varaði við því að líklega væri lítið mark á yfirlýsingum hans. Hann væri raðlygari og byggi ekki yfir vott af einlægni. Annar sagði Pelicot líta á aðrar manneskjur sem hluti sem hann mætti leika sér að og sagði einni að lítið væri að marka hann vegna ítrekaðra lyga. Hann sagði Pelicot eingöngu segja sannleikann ef hann hefði engra annarra kosta völ. Til marks um það má benda á að Pelicot er einnig sakaður um að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Við yfirheyrslur neitaði hann ítrekað að hafa komið að því máli en játaði seinna meir eftir að greining lífsýna bendlaði hann með beinum hætti við árásina. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu árið 1991 en Pelicot neitar því að hafa framið morðið. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Þrátt fyrir að honum hafi verið lýst sem siðblindum raðlygara hefur Pelicot tekist að leyna þeirri hlið fyrir fjölskyldu sinni og flestum nágrönnum í áratugi. Gisele sagði í dósmal að hún hefði aldrei heyrt hann tala illa um konur eða jafnvel blóta. Þau höfðu verið gift frá 1973. Áðurnefndir sérfræðingar sögðu Pelicot í raun hafa klofinn persónuleika. Hann hefði skipt sér í tvennt og sýnt umheiminum þá hlið sem hann vildi sýna, samkvæmt frétt Le Monde. Brutu á Gisele yfir áratug Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þegar réttarhöldin hófust í Avignon í Frakklandi í morgun sagði Roger Arata, dómari málsins, að sýni hefðu verið tekin úr Pelicot en niðurstöður lægju ekki fyrir. Hann sagðist vera að íhuga að fresta réttarhöldunum í nokkra daga svo Pelicot gæti náð heilsu á ný. Samkvæmt frétt Le Parisien gæti dómarinn tekið ákvörðun um frestun seinna í dag. Pelicot var einungis í tvær mínútur í dómsal í gær á meðan Beatrice Zavarro, lögmaður hans, tilkynnti að hann væri með magakveisu og mögulega sýkingu í þvagfærum. Hann var því ekki í salnum þegar ýmsir sérfræðingar báru vitni í málinu og ræddu þeir þann mann sem Pelicot hefur að geyma og möguleg geðræn vandamál hans. Beatrice Zavarro, lögmaður Dominique Pelicot.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Gisele Pelicot, konan sem brotið var á, styður frestun réttarhaldanna ef Pelicot getur ekki setið í dómsal. Lögmaður hennar segir að hvorki hún né börn þeirra vilji bera vitni án þess að hann sé í salnum. Þá vilja þau einnig heyra hvað hann hefur um ásakanirnar gegn honum að segja. Siðblindur og raðlygari Einn sérfræðinganna sem bar vitni í gær, Dr. Paul Bensussan, sálfræðingur, sagði Pelicot siðblindan og varaði við því að líklega væri lítið mark á yfirlýsingum hans. Hann væri raðlygari og byggi ekki yfir vott af einlægni. Annar sagði Pelicot líta á aðrar manneskjur sem hluti sem hann mætti leika sér að og sagði einni að lítið væri að marka hann vegna ítrekaðra lyga. Hann sagði Pelicot eingöngu segja sannleikann ef hann hefði engra annarra kosta völ. Til marks um það má benda á að Pelicot er einnig sakaður um að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Við yfirheyrslur neitaði hann ítrekað að hafa komið að því máli en játaði seinna meir eftir að greining lífsýna bendlaði hann með beinum hætti við árásina. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun og morð á 23 ára konu árið 1991 en Pelicot neitar því að hafa framið morðið. Sjá einnig: Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni Þrátt fyrir að honum hafi verið lýst sem siðblindum raðlygara hefur Pelicot tekist að leyna þeirri hlið fyrir fjölskyldu sinni og flestum nágrönnum í áratugi. Gisele sagði í dósmal að hún hefði aldrei heyrt hann tala illa um konur eða jafnvel blóta. Þau höfðu verið gift frá 1973. Áðurnefndir sérfræðingar sögðu Pelicot í raun hafa klofinn persónuleika. Hann hefði skipt sér í tvennt og sýnt umheiminum þá hlið sem hann vildi sýna, samkvæmt frétt Le Monde. Brutu á Gisele yfir áratug Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Pelicot (71) byrlaði Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira