Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð

Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það.

Lífið
Fréttamynd

Nastassja Kinski heiðurs­gestur á RIFF í ár

Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2

Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Helgi Björns með splunku­nýtt tón­listar­mynd­band

Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni.

Tónlist
Fréttamynd

Stór­stjörnur í kvik­mynd um fundinn í Höfða

Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Máttu ekki synja kvik­mynda­gerðar­manni um eftirvinnslustyrk

Ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar Íslands um að synja kvikmyndagerðarmanni um eftirvinnslustyrk vegna kvikmyndaverkefnis á þeim grundvelli að hún hafi verið illa klippt, fyrirsjáanleg og yfirborðskennd, hefur verið felld úr gildi. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kvað upp úrskurð í málinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Við það að landa Theron og Balta

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra.

Lífið
Fréttamynd

„Maður er að rifna af monti“

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum.

Lífið
Fréttamynd

Ben McKenzie á Kaffi Vest

Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni.

Lífið
Fréttamynd

Dauð­þreyttur Jón eyddi átta milljónum króna

Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki.

Innlent
Fréttamynd

Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta

Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snerting Egils Ólafs­sonar við lífið og til­veruna

Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forðast drama eins og heitan eldinn

Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni.

Lífið